Bóka gistingu

 sitelogo icelandic

 

fblogo

 

Um okkur

SólarlagiðHótel Svartiskógur var stofnað 24.ágúst 1996.  Það er lítið og fallegt sveitahótel staðsett 30 km norður frá Egilsstöðum, eftir þjóðvegi 917. Hótelið er starfrækt á sumrin frá 1.júní-1.sept.  Hótelið er staðsett í fallegu og skógi vöxnu landi.  

Góður áningastaður fyrir einstaklinga og hópa sem hrífast af íslenskri náttúru, friðsælli sveit og íslensku dýralífi t.d. fuglum.  30 km er í næsta bæjarkjarna Egilsstaði þar er hægt að finna sundlaug og golfvöll.  Norræna er 58 km frá hótelinu á Seyðisfirði. Hótelið er staðsett vel miðsvæðis til skoðunarferða um Fljótsdalshérað, Borgafjörð Eystri, Seyðisfjörð, Vopnafjörð, Fjarðabyggð o.s.frv.

Gestgjafar eru Helga Jónsdóttir og Benedikt Hrafnkelsson